Ágreiningur um aðstæður í Vetrarmýri

Stórframkvæmd hafin í Vetrarmýri í Garðabæ.
Stórframkvæmd hafin í Vetrarmýri í Garðabæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ágreiningur er á milli Garðabæjar og Íslenskra aðalverktaka vegna kostnaðar við grundun eða undirstöður fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ. Verkið hefur tafist vegna jarðvegsaðstæðna, en unnið er að lausn málsins.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að m.a. sé deilt um eiginleika mýrarinnar og þau gögn sem lágu fyrir á tilboðstíma. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær og gerði Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda hjá Garðabæ, grein fyrir forsendum útboðs og gögnum sem lágu fyrir á tilboðstíma. Einnig fór hún yfir tímalínu vegna samskipta við verktaka og ágreining um grundun hússins.

Andri Árnason lögmaður gerði nánari grein fyrir ágreiningi í málinu út frá lögfræðilegum sjónarmiðum og fór yfir rök fyrir niðurstöðu um að ekki væri fyrir hendi forsendubrestur í málinu, m.t.t. fyrirliggjandi ráðgjafar varðandi jarðtæknileg atriði. Andri lýsti þeirri skoðun að rétt væri á þessu stigi, m.t.t. sérfræðiráðgjafar verkfræðinga o.fl., að hafna kröfu verktaka um viðbótarkostnað vegna grundunar hússins, að því er segir í fundargerð bæjarráðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert