Andlát á hjúkrunarheimili til skoðunar

Frá Hvolsvelli.
Frá Hvolsvelli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Karlmaður á tíræðisaldri er talinn hafa látist í voveiflegu slysi á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli, um miðjan janúar. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið að slysið hafi orðið með þeim hætti að fataskápur féll á manninn þegar hann reyndi að reisa sig á fætur inni á herbergi sínu. Afleiðingarnar voru þær að maðurinn slasaðist illa og lést hann af sárum sínum.

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, staðfestir við Fréttablaðið að andlátið hafi verið tilkynnt til embættisins og að málið sé í rannsókn.

Fréttin í heild 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert