John Snorri hættur við að klífa K2

Ljósmynd/Aðsend

John Snorri Sigurjónsson og föruneyti hans munu ekki klífa fjallið K2. Þessu greinir John Snorri frá á Instagram. Hann ætlaði að verða fyrstur manna til að klífa K2, næsthæsta fjall heims, að vetrarlagi.

Ástæðuna segir John Snorri vera að tveir úr hópnum hafi sagst ekki tilbúnir til leiðangursins. Hann segir mikilvægt að allir sem einn séu tilbúnir í verkefnið, bæði andlega og líkamlega, til að mögulegt sé að klára verkefnið. Því hafi hópurinn ákveðið að hætta við för sína.

John Snorri þakkar öllum fyrir stuðninginn og hvetur fólk til að fylgjast með framtíðarleiðöngrum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert