Kerlingardalsáin flæmdist yfir áraurana

Kerlingadalsá í miklum ham.
Kerlingadalsá í miklum ham. mbl.is/Jónas Erlendsson

Kerlingardalsáin í Mýrdal var mjög bólgin og breiddi úr sér eftir hádegi í gær þegar Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins, tók myndina. Hann sagði það gerast ef til vill einu sinni á ári að áin breiði svona mikið úr sér.

Á myndinni er horft frá jörðinni Fagradal og yfir að bænum Höfðabrekku. Þar er Hótel Katla í nýlegum húsum. Höfðinn á bak við Höfðabrekku heitir Höfðabrekkuháls. Þétt upp við hann er Kerlingardalsvegur sem liggur inn í Kerlingardal og svo áfram inn í Þakgil. Næst á myndinni er annar vegur sem tilheyrir Fagradal og liggur að fiskeldisstöð þar sem ræktuð er bleikja.

Venjulega standa áraurarnir upp úr og áin velur sér farveg um þá, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert