Lögreglubifreið í forgangsakstri lenti í árekstri

Lögreglubíllinn fór yfir gatnamótin á rauðu ljósi en lenti þá …
Lögreglubíllinn fór yfir gatnamótin á rauðu ljósi en lenti þá í árekstri við annan bíl. mbl.is/Hjörtur

Lög­reglu­bif­reið í for­gangsakstri lenti í árekstri á gatna­mót­um Ný­býla­veg­ar og Engi­hjalla um klukk­an átta í morg­un.

Að sögn Gunn­ars Hilm­ars­son­ar, varðstjóra hjá lög­regl­unni, barst lög­reglu út­kall vegna meðvit­und­ar­lauss manns á Smiðju­vegi rétt fyr­ir klukk­an átta og var um að ræða svo­kallað F2-út­kall, sem er næst­mesti for­gang­ur, og var lög­reglu­bíll­inn því með blá ljós og sír­en­ur.

Lög­reglu­bíll­inn fór yfir gatna­mót­in á rauðu ljósi en lenti þá í árekstri við ann­an bíl sem var að koma frá Engi­hjalla.

Þrír lög­reglu­menn voru í bíln­um og ökumaður var einn í hinum bíln­um. Eng­um varð meint af árekstr­in­um og er tjón á bif­reiðunum minni hátt­ar. Ein­hverj­ar um­ferðartaf­ir urðu vegna árekst­urs­ins.

Fyrst var greint frá mál­inu á Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert