Súlan komin í Eldey

Mikið líf er í varpinu á meðan fuglinn er að …
Mikið líf er í varpinu á meðan fuglinn er að koma sér fyrir. Skjáskot af vefmyndavél

Súlan settist upp og hóf hreiðurgerð í Eldey við Reykjanes í fyrradag. Í gær mátti sjá flokkinn sem floginn var inn, í vefmyndavélinni á eldey.is, og var nokkuð þétt setið. Fleiri flokkar eiga eftir að koma.

Súlan verpir í apríl og maí og er súluvarpið friðað. Enginn fær að stíga fæti sínum í eyjuna fyrr en í október þegar allur fugl er farinn. Þess vegna kemur bein útsending úr varpinu að góðum notum fyrir þá sem hafa áhuga á súlunni og atferli hennar. Súlan fer á haf út og er hluti stofnsins á sjónum yfir veturinn en hluti hans fer til Bretlandseyja.

Tugir þúsunda fugla eru í íslenska súlustofninum og verpa flestir þeirra í Eldey og Súlnaskeri í Vestmannaeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka