Miklir vatnavextir á Suðurlandi

Mikill ís var í Stóru-Laxá og fyllti klakinn ána. Kaffærði …
Mikill ís var í Stóru-Laxá og fyllti klakinn ána. Kaffærði hann girðingu svo að rétt glitti í tvo staura. mbl.is/RAX

Farið var að sjatna í minni ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu í gær eftir mikla úrkomu og leysingar í fyrradag. Minni árnar náðu hámarki í fyrrinótt, samkvæmt athugasemd sérfræðings Veðurstofunnar.

Mikið rennsli mældist í Hvítá í gær en búist var við því að það minnkaði þegar liði á daginn. Enn voru ísstíflur í Hvítá og flæddi yfir árbakka að orlofshúsum í Vaðnesi. Sumir bústaðirnir voru umflotnir.

Mikill ís var í Stóru-Laxá ofan og neðan við brúna neðan við Auðsholtsveg. Klakinn fyllti ána og hafði hrúgast langt upp á áreyrarnar beggja vegna.

Vatn flæddi yfir vegi víða á Suðurlandi og sums staðar greip fólk til dráttarvéla til að komast leiðar sinnar. Erlendir ferðamenn létu rigninguna ekki á sig fá og tóku hverja sjálfuna af annarri við Urriðafoss í Þjórsá þar sem áin æddi fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert