Óska eftir rökstuðningi frá stjórn RÚV

Kolbrún, sem er fyrrverandi þingmaður og umhverfisráðherra, var meðal þeirra …
Kolbrún, sem er fyrrverandi þingmaður og umhverfisráðherra, var meðal þeirra þriggja umsækjenda sem stjórn RÚV endaði á að kjósa um. mbl.is/Brynjar Gauti

Kolbrún Halldórsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir hafa óskað eftir rökstuðningi frá stjórn Ríkisútvarpsins vegna ráðningar Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra. Þetta staðfesta þær í samtali við Stundina.

Kolbrún og Kristín voru báðar meðal umsækjenda um stöðuna. Kolbrún, sem er fyrrverandi þingmaður og umhverfisráðherra, var meðal þeirra þriggja umsækjenda sem stjórn RÚV endaði á að kjósa um og fékk jafnmörg atkvæði og Stefán, en það var atkvæði Kára Jónassonar, formanns stjórnarinnar, sem var látið gilda tvöfalt. Kristín, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, komst hins vegar ekki upp úr 19 manna hópi sem valinn var úr 41 umsækjanda um starfið.

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins.
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins.

Samkvæmt frétt Stundarinnar kaus stjórnin milli þriggja umsækjenda, þeirra Stefáns, Kolbrúnar og Karls Garðarssonar, framkvæmdastjóra útgáfufélags DV. Áður hafði Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, verið útilokaður úr fjögurra manna hópi. 

Féllu atkvæði þannig að fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar studdu Stefán, en fulltrúar VG, Samfylkingar og Pírata vildu Kolbrúnu. Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins, kaus hvorugt. 

Ellefu karlar hafa gegnt stöðu útvarpsstjóra í gegnum tíðina, en engin kona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert