Hjón heiðursiðnaðarmenn ársins

Guðni Th. Jóhannesson, Jófríður Benediktsdóttir og Hafliði Aðalsteinsson.
Guðni Th. Jóhannesson, Jófríður Benediktsdóttir og Hafliði Aðalsteinsson. © MOTIV, Jón Svavarsson

Hjón­in Jó­fríður Bene­dikts­dótt­ir, kjóla- og klæðskera­meist­ari, og Hafliði Aðal­steins­son, skipa­smíðameist­ari, voru út­nefnd sem heiðursiðnaðar­menn árs­ins 2020 á ár­legri ný­sveina­hátíð Iðnaðarmanna­fé­lags­ins í Reykja­vík (IMFR) í dag.

Á hátíðinni af­henti for­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, verðlaun til 23 iðnnema sem heiðraðir voru fyr­ir af­burðaár­ang­ur á sveins­prófi.

 „Iðnnám er ekki bara gagn­legt og skemmti­legt held­ur einnig fjöl­breytt eins og sjá má á þess­um hópi iðnnema úr 14 iðngrein­um og sjö skól­um víðs veg­ar um landið,“ seg­ir Hall­dór Þ. Har­alds­son, formaður IMFR, í frétta­til­kynn­ingu.

Hjörtur Guðnason, varaform. Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, Halldór Þ. Haraldsson, formaður …
Hjört­ur Guðna­son, vara­form. Iðnaðarmanna­fé­lags­ins í Reykja­vík, Hall­dór Þ. Har­alds­son, formaður Iðnaðarmanna­fé­lags­ins í Reykja­vík, Jó­fríður Bene­dikts­dótt­ir og Hafliði Aðal­steins­son (Heiðursiðnaðar­menn árs­ins 2020) og Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Ísland. Frá vinstri: Guðni Th. Jó­hann­es­son, Jó­fríður Bene­dikts­dótt­ir og Hafliði Aðal­steins­son. © MOTIV, Jón Svavars­son

„Þetta er í fjór­tánda sinn sem við stönd­um fyr­ir Ný­sveina­hátíð, en til­gang­ur henn­ar er að veita ung­um iðnaðarmönn­um viður­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi fag­mennsku og efla virðingu fyr­ir iðnnámi. Iðnmennt­un er verðmæt og eft­ir­sótt mennt­un enda er er hún ein af grunnstoðum af­kasta­mik­ils at­vinnu­lífs og frá­bær val­kost­ur fyr­ir ungt fólk í dag. Í ár er auk þess gam­an að segja frá því að 11 af 23 þeirra sem fá viður­kenn­ingu eru kon­ur og hef­ur hlut­fallið aldrei verið hærra.“ „Íslenskt sam­fé­lag þarf á iðnnem­um að halda og því erum við að fagna í dag. Það er mik­il­vægt að hver og einn finni nám sem er áhuga­vert og spenn­andi. Það gleður mig því mikið að sjá nem­end­um sem inn­rit­ast á ákveðnar verk- og starfs­náms­braut­ir fjölga. Ég óska heiðursiðnaðarmönn­um inni­lega til ham­ingju með nafn­bót­ina. Þau eru svo sann­ar­lega vel að því kom­in.“ sagði Lilja D. Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra í til­efni af hátíðinni, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Hjón­in Jó­fríður Bene­dikts­dótt­ir, kjóla- og klæðskera­meist­ari og BA í list­fræði með þjóðfræði sem auka­grein, og Hafliði Aðal­steins­son, skipa­smíðameist­ari, voru val­in heiðursiðnaðar­menn árs­ins 2020 fyr­ir ein­stakt fram­lag til ís­lenskr­ar þjóð- og iðnmenn­ing­ar. Hall­dór seg­ir þau sér­lega vand­virkt fag­fólk sem hafa verið iðnverki til sóma: „Að auki hafa þau bæði, hvort á sinn hátt, haldið uppi og  miðlað áfram iðnþekk­ingu sem skip­ar mik­il­væg­an sess í menn­ing­ar­sögu okk­ar Íslend­inga. Jó­fríður hef­ur um ára­bil haldið uppi heiðri ís­lenska þjóðbún­ings­ins og kennt nám­skeið þjóðbún­inga­gerð og Hafliði er báta­smiður langt aft­ur í ætt­ir og hef­ur miðlað þeirri þekk­ingu og sögu áfram. Hann end­ur­gerði til að mynda merk­an súðbyrðing sem er eins og bát­ur sem langafi hans smíðaði árið 1890, en sá bát­ur hef­ur verið til­nefnd­ur til heims­minja­skrár UNESCO.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka