Innflutningur á ostum eykst

mbl.is/Colourbox

Sala á prótínríkari mjólkurafurðum heldur áfram að minnka og sala á fituríkari afurðum eykst. Í heildina dregst salan saman. Skýringin liggur ekki alveg á lausu en gæti verið aukinn innflutningur á ostum og samdráttur á hótelum og veitingastöðum vegna fækkunar ferðamanna.

„Verslanamarkaðurinn hefur haldið sér. Íslendingar eru ekki neitt að minnka við sig í mjólkurvörum. Við finnum fyrir samdrætti á fyrirtækjamarkaðnum. Virðist vera að kaup hótela og veitingastaða séu að dragast saman. Út úr því má lesa samdráttinn í ferðaþjónustunni,“ segir Elín M. Stefánsdóttir, bóndi í Fellshlíð og formaður stjórnar Mjólkursamsölunnar.

Mestur er samdrátturinn á síðasta ári í mjólk, sýrðum vörum og skyri, rúm 5%. Sala á rjóma og smjöri eykst en sala á íslenskum ostum stendur í stað. Tölur um innflutning sýna að innflutningur á mjólkurosti hefur aukist um tæp 100 tonn eða 18%. Hefur innflutningurinn aukist ár frá ári, vegna tilslakana í tollamálum, og er hlutur innflutnings kominn í 9% af ostaneyslu landsmanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert