Rannsóknir sýna að um allan heim slasast árlega um 355 þúsund manns um borð í skemmtibátum.
Þetta segja þeir Björn Jónsson og Karl Birgir Björnssona, sem standa að fyrirtækinu Hefring ehf., í Morgunblaðinu í dag. Líklegt er að um helmingur slíkra slysa sé tilkynntur.
Þeir hafa þróað og lokið prófunum á „vaktara“, eða leiðbeinandi siglingakerfi, sem mælir sjó- og öldulag og gefur upplýsingar um æskilegan hámarkshraða. Karl Birgir segir að ef farið sé eftir leiðbeiningum kerfisins eigi að vera hægt að fækka verulega slysum um borð í bátum.