Ítrekaðar vegalokanir

Ákveðið var klukkan átta í morgun að loka veginum og …
Ákveðið var klukkan átta í morgun að loka veginum og verður hann í fyrsta lagi opnaður í fyrramálið. Ljósmynd/Vegagerðin

Veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað 14 sinnum í vetur vegna veðurs eða snjóflóðahættu. Leiðin milli Súðavíkur og Ísafjarðar er lokuð núna, vegna veðurs og snjóflóðahættu, og ekki er útlit fyrir að óhætt verði að opna veginn fyrr en í fyrramálið.

Björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði var kallað út í hádeginu vegna sjúkraflutninga frá Súðavík. Samkvæmt upplýsingum úr Facebook-færslu gekk flutningurinn vel en skipið var komið aftur til hafnar á Ísafirði fyrir klukkan þrjú í dag.

Veginum um Súðavíkurhlíð var fyrst lokað í vetur 10. desember og svo aftur daginn eftir en þá gekk óveður yfir landið.

Veginum var lokað daglega 8. til 15. janúar, svo 19., 23., 24. og aftur í dag, að því er fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Lokanirnar hafa staðið yfir frá 5,5 klukkustundum upp í sólarhring. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka