Rökstyðja ekki ráðningu útvarpsstjóra

Krist­ínu Þor­steins­dótt­ur, ein­um um­sækj­enda um starf út­varps­stjóra, hef­ur borist synj­un um rök­stuðning vegna ráðning­ar­inn­ar.

Krist­ín óskaði upp­lýs­inga um m.a. hvað hefði ráðið vali á út­varps­stjóra og hvað Stefán Ei­ríks­son, nýr út­varps­stjóri, hefði haft fram yfir hana, að því er fram kem­ur í  um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Synj­un­in frá RÚV er reist á þeim rök­um að vegna stöðu RÚV sem op­in­bers hluta­fé­lags sé stjórn­inni ekki lög­skylt að veita ein­stök­um um­sækj­end­um sér­stak­an rök­stuðning.

Krist­ín óskaði þess einnig að fá gögn sem varða um­sókn­ar­ferlið, en fékk neit­un við þeirri ósk líka. Vísaði RÚV í úr­sk­urði úr­sk­urðar­nefnd­ar upp­lýs­inga­mála og sagði að upp­lýs­inga­lög veittu ekki rétt til gagn­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert