500 sóttu um bætur

Umsóknum um bætur frá fórnarlömbum ofbeldis hefur fjölgað.
Umsóknum um bætur frá fórnarlömbum ofbeldis hefur fjölgað. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nálægt 500 umsóknir um bætur til handa þolendum ofbeldisbrota bárust bótanefnd ríkisins í fyrra. Hefur umsóknum fjölgað um 60% frá árunum 2015 og 2016, skv. upplýsingum Halldórs Þormars Halldórssonar, ritara bótanefndar.

Afbrot á samfélagsmiðlum eru orðin mun tíðari og er þar oftast um að ræða að ungar stúlkur eru tældar til að senda myndir af sér sem eru svo notaðar sem kúgunartæki.

Umsóknum erlendra ríkisborgara hefur einnig fjölgað og eru í dag 25-30% allra umsókna. Þá hefur sú breyting orðið að nær allar umsóknir eða 99,5% berast í dag frá lögmönnum í umboði brotaþola en á árunum 2006-2010 komu 10-12% þeirra frá þolendum sjálfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert