Tæplega 60 stunda verkfall Eflingar hefst í dag

Fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar í gær var frestað.
Fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar í gær var frestað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfall félagsmanna Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, á að hefjast kl. 12.30 í dag og ljúka á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Hjá borginni starfa um 1.850 félagsmenn í Eflingu á um 129 starfsstöðvum.

Verkfallið mun hafa áhrif á rúmlega 3.500 leikskólabörn og 1.650 notendur velferðarþjónustu. Sorphirða frestast þar sem tæming á að fara fram þessa daga, samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem halda átti í gær hjá ríkissáttasemjara var frestað um óákveðinn tíma. „Það var mat sáttasemjara sem er með málið að það myndi ekki skila miklum árangri að halda fundinn í dag [í gær]. Það þyrfti aðeins að undirbúa þetta betur,“ sagði Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagði samninganefnd félagsins sátta við frestun fundarins og treysta mati sáttasemjarans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert