Tugmilljóna viðgerðir í Straumsvík

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Viðgerðar­kostnaður vegna skemmda sem urðu á norður­hlið súráls­bakka ál­vers­ins í Straums­vík í óveðrinu í des­em­ber í fyrra hleyp­ur á tug­um millj­óna króna.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði verk­fræðings hjá verk­fræðistof­unni Strend­ingi sem var lagt fram á fundi hafn­ar­stjórn­ar Hafn­ar­fjarðarbæj­ar í morg­un.

Áður hef­ur komið fram að gróft kostnaðarmat vegna viðgerða á grjót­g­arði og land­fyll­ing­um við Aust­ur­bakka í Straums­vík vegna óveðurs­ins nemi 7,5 millj­ón­um króna.

Kafar­ar könnuðu skemmd­ir

Kafar­ar voru fengn­ir til að kafa meðfram steypt­um kerj­um við enda bakk­ans til að kanna mögu­leg­ar skemmd­ir á mann­virk­inu eft­ir óveðrið. Í ljós kom að ástandið er að mestu gott nema á norður­hlið bakk­ans þar sem komið er stórt gat á skil­um á milli kerja á um fimm metra dýpi. Stærð ops­ins er um 1,5 m x 2,5 m.

Tals­verðu efni skolað út

„Kafari upp­lýsti að sjá mætti ný­leg sem eldri steypu­brot í sár­inu og því má leiða að því lík­um að gatið hafi komið fram fyr­ir tals­verðum tíma en hið mikla lang­vinna öldu­álag þann 9. og 10. des­em­ber hafi aukið veru­lega á skemmd­irn­ar,“ seg­ir í minn­is­blaðinu.

„Jafn­framt sést að efni hef­ur skolað út og fyr­ir inn­an skemmd­ina er hell­ir. Ekki sést auðveld­lega stærð hell­is­ins en leiða má að því lík­um með til­liti til þeirra skemmda sem fram eru komn­ar í um 20-25m fjar­lægt frá op­inu að tals­verðu efni hafi skolað út.“

Heild­ar­um­fang ekki að fullu ljóst

Verk­fræðing­ur­inn legg­ur til ákveðna fram­kvæmdaröðum á viðgerðum og seg­ir erfitt að meta kostnað við viðgerðir á þessu stigi þar sem heild­ar­um­fang sé ekki að fullu ljóst. Þó megi verið ljóst að kostnaður­inn hlaupi á tug­um millj­óna króna.

Byggður á ár­un­um 1966 til 1969

Súráls­bakki er eldri hafn­ar­bakk­inn í Straums­vík sem var byggður á ár­un­um 1966-1969.  Hann er 230 metra lang­ur með upp­haf­lega 10 metra dýpi en síðar var dýpkað í 12 metra.  Bakk­inn er nú einkum notaður fyr­ir los­un á súráli til ál­vers­ins í Straums­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert