Borgin þegar brugðist við bragga-ábendingum

Bragginn við Nauthólsvík.
Bragginn við Nauthólsvík. mbl.is/​Hari

Reykjavíkurborg hefur þegar brugðist við þeim ábendingum sem koma fram í skýrslu borgarskjalavarðar vegna braggans í Nauthólsvík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni þar sem segir að ábendingarnar í skýrslunni séu samhljóða skýrslu innri endurskoðanda um málið. „Þegar hefur verið brugðist við niðurstöðum og ábendingum skýrslunnar. Vinnu við innleiðingu er annaðhvort lokið, stendur yfir eða er í viðeigandi ferli.“

Fimm skref hafa verið tekin, samkvæmt tilkynningunni:

  • Hafin er innleiðing nýs og öflugs upplýsingastjórnunarkerfis sem leysir af hólmi eldra skjalakerfi sem var í notkun á þeim tíma er skýrslan nær til.
  • Sett hefur verið sérstakt fjármagn á fjárfestingaráætlun til að minnsta kosti næstu fimm ára í átak í skjala- og upplýsingastjórnun.
  • Á síðasta ári urðu umtalsverðar breytingar á skipulagi borgarinnar sem bæði skýra, skerpa og útvíkka umboð þjónustu- og nýsköpunarsviðs varðandi skjalastýringu hjá stofnunum borgarinnar.
  • Skjalamál hafa verið færð inn í nýstofnaða gagnaþjónustu borgarinnar sem gefur þeim enn frekara vægi en áður og undirstrikar mikilvægi skjala sem gagna.
  • Borgarskjalasafn tilheyrir nú þjónustu- og nýsköpunarsviði sem styttir boðleiðir og gerir safninu kleift að hafa bein áhrif á högun skjalastýringar þar sem borgarskjalavörður á nú sæti í framkvæmdastjórn sviðsins.

Skýrslan og umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert