Ástríðan erfist frá kynslóð til kynslóðar

Dansarar í Dansfélaginu B'ildshöfða. Frá vinstri: Ágústa Rut Andradóttir, Sverrir …
Dansarar í Dansfélaginu B'ildshöfða. Frá vinstri: Ágústa Rut Andradóttir, Sverrir Þór Ragnarsson, Demi van den Berg, Aldas Zgirskis, Anna Björk Bergmann Jónsdóttir og Ragnar Sverrisson. Ljósmynd/Aðsend

Dansskólinn Bíldshöfða tók til starfa 1. febrúar síðastliðinn í sérhönnuðu húsnæði fyrir dansskóla á Bíldshöfða 10. Dansfélagið Bíldshöfði, sem er keppnisfélag skólans, fylgdi áfanganum eftir með því að eiga sigurvegara í þremur af fimm Íslandsmeistaratitlum í suðuramerískum dönskum á Íslandsmeistaramóti DSÍ um helgina.

Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir urðu Íslandsmeistarar í flokki unglinga 1 í meistaraflokki 12-13 ára, Aldas Zgirskis og Demi van den Berg unnu flokk unglinga 2 meistaraflokk 14-15 ára og Ragnar Sverrisson og Anna Björk Bergmann Jónsdóttir urðu Íslandsmeistarar í flokki eldri dansara 2 meistaraflokki 45-55 ára. Ragnar og Sverrir Þór eru feðgar.

Ragnar hefur verið viðloðandi dans í 37 ár, fyrst sem dansari og síðar kennari, en hann og Anna Björk dönsuðu saman á yngri árum og urðu margfaldir Íslandsmeistarar. Þau eiga og reka skólann, en fyrir um ári ákváðu þau að dusta rykið af keppnisskónum með fyrrnefndum árangri. „Við erum ekki fjölmennasta félagið og með það í huga er árangurinn í mótinu mjög góður,“ segir hann.

Sigurður Hákonarson danskennari kom Ragnari á bragðið. Hann ákvað að byrja að dansa aftur, fyrst og fremst til þess að halda sér í æfingu, en þau Anna Björk hafi smollið saman á gólfinu. „Þetta er í raun miklu skemmtilegra en ég hafði búist við.“

Sjá nánari umfjöllun á baksíðu Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert