Frá Amsterdam til Akureyrar

Kátir ferðalangar á Akureyri í dag.
Kátir ferðalangar á Akureyri í dag. Ljósmynd/Aðsend

Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli í morgun, með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er í fyrsta sinn sem Voigt Travel býður upp á beint flug frá Hollandi til Norðurlands að vetrarlagi, en ferðaskrifstofan bauð upp á sumarferðir 2019.

Þá, eins og á komandi sumri, var flogið frá Rotterdam til Akureyrar en í vetrarferðunum nú er flogið frá Amsterdam. Alls verða farnar átta ferðir til Norðurlands, tvisvar í viku fram til 9. mars.

Voigt Tra­vel er hol­lensk ferðaskrif­stofa sem sér­hæf­ir sig í æv­in­týra­ferðum til nyrstu hluta Evr­ópu. Það er sú ferðaskrif­stofa í heim­in­um sem býður upp á flest bein flug til heim­skauta­svæðis­ins í Evr­ópu.

Nýverið var ILS aðflugsbúnaður tekinn í notkun á Akureyrarflugvelli og er Transavia fyrsta flugfélagið sem nýtir þennan búnað til aðflugs í reglubundnu millilandaflugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka