Sextán skólalóðir endurgerðar í sumar

Lóð Fellaskóla var tekin í gegn fyrir nokkrum árum.
Lóð Fellaskóla var tekin í gegn fyrir nokkrum árum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Þessi verk eru valin á grundvelli ástandsmats. Það er farið þangað sem við teljum mestu þörfina fyrir hendi,“ segir Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg.

Á fundi borgarráðs í vikunni var lögð fram ósk umhverfis- og skipulagssviðs að bjóða út framkvæmdir við endurgerð leik- og grunnskólalóða í sumar. Alls er um að ræða endurgerð og ýmsar lagfæringar, til að mynda endurnýjun leiktækja, á sextán lóðum. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 500 milljónir króna og segir Ámundi að það sé svipað og í fyrra.

Ráðist verður í endurgerð lóða á þremur leikskólum; Furuskógi (1. áfangi af tveimur), Garðaborg (1. áfangi af tveimur) og Ægisborg (2. áfangi af tveimur). Þrjár grunnskólalóðir verða sömuleiðis endurgerðar; við Ártúnsskóla (2. áfangi af tveimur), Brúarskóla (2. áfangi af þremur) og við Rimaskóla (2. áfangi af tveimur).

Þá er einnig gert ráð fyrir að farið verði í ýmis smærri verkefni á eftirfarandi tíu leikskólalóðum: Engjaborg, Fífuborg, Geislabaugi, Hólaborg, Klettaborg, Langholti-Sunnuborg, Litla Holti, Lyngheimum, Nesi-Hömrum og Sólborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka