Ekki vísað úr landi í dag

Maní ásamt móður sinni, Shokufa, á mótmælum í dag.
Maní ásamt móður sinni, Shokufa, á mótmælum í dag. mbl.is/Íris

Maní, sautján ára trans­dreng­ frá Íran, verður ekki vísað úr landi í dag eins og stóð til. Hann hef­ur verið lagður inn á barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans vegna „al­var­legr­ar and­legr­ar van­heilsu“.

Sam­tök­in No Bor­ders Ice­land greina frá þessu, þar sem Claudie Ashonie Wil­son, lögmaður Maní og fjöl­skyldu hans, staðfest­ir fregn­irn­ar.

Í sam­tali við Vísi seg­ir Wil­son að Maní sé kom­inn á BUGL og þar legg­ist lækn­ar gegn því að hann verður flutt­ur úr landi eins og ástandið er núna.

Þá kveðst hún ekki vita hver næstu skref verða í mál­inu fyr­ir utan það að fjöl­skyld­unni verður ekki vísað úr landi í dag. Hún seg­ir ýmsa ann­marka hafa verið á málsmeðferð hjá yf­ir­völd­um sem þurfi að kanna nán­ar.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert