Ekki vísað úr landi í dag

Maní ásamt móður sinni, Shokufa, á mótmælum í dag.
Maní ásamt móður sinni, Shokufa, á mótmælum í dag. mbl.is/Íris

Maní, sautján ára trans­dreng­ frá Íran, verður ekki vísað úr landi í dag eins og stóð til. Hann hefur verið lagður inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“.

Samtökin No Borders Iceland greina frá þessu, þar sem Claudie Ashonie Wilson, lögmaður Maní og fjölskyldu hans, staðfestir fregnirnar.

Í samtali við Vísi segir Wilson að Maní sé kominn á BUGL og þar leggist læknar gegn því að hann verður fluttur úr landi eins og ástandið er núna.

Þá kveðst hún ekki vita hver næstu skref verða í málinu fyrir utan það að fjölskyldunni verður ekki vísað úr landi í dag. Hún segir ýmsa annmarka hafa verið á málsmeðferð hjá yfirvöldum sem þurfi að kanna nánar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka