Segja áverka ekki af völdum lögreglu

Atvikið átti sér stað í Bankastræti undir morgun.
Atvikið átti sér stað í Bankastræti undir morgun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vegna frétta í fjölmiðlum í dag um handtöku ungs manns og lýsingu á tilurð áverka á honum, m.a. brotnar tennur og hugsanlegt kjálkabrot, vill lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að eftir skoðun á myndefni frá vettvangi verður ekki annað ráðið en áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til og staðfestir myndefnið það.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Áður hafði verið greint frá því að karlmaður á þrítugsaldri væri líklega kjálkabrotinn eft­ir að lög­regluþjónn skellti hon­um í jörðina þar sem maður­inn fylgd­ist með og tók upp aðra hand­töku lög­regl­unn­ar í miðborg Reykja­vík­ur í nótt.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu var upphaf málsins á þá leið að óskað var eftir aðstoð vegna hópslagsmála í Bankastræti klukkan hálffimm í nótt. Þangað höfðu brotist út hópslagsmál og voru umræddur maður og þrír aðrir handteknir á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert