Vel heppnaðri Bretlandsferð lýkur í dag

Frá tónleikum í Leeds.
Frá tónleikum í Leeds. Ljósmynd/Aðsend

Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitar Íslands um Bretland lýkur í dag með tónleikum í hinu glæsilega tónleikahúsi Usher Hall í Edinborg. Hljómsveitin hefur nú haldið átta tónleika í mörgum af helstu tónleikahúsum Bretlands. 

Ferðin er farin á 70 ára afmælisári Sinfóníuhljómsveitar Íslands en hún hélt sína fyrstu tónleika 9. mars 1950.

Yan Pascal Tortelier, fyrrverandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnaði hljómsveitinni og Anna Þorvaldsdóttir, staðartónskáld hljómsveitarinnar, var með í för en verk hennar, Aeriality, var flutt á öllum tónleikum ferðarinnar. Þá komu til liðs við hljómsveitina tveir heimskunnir píanóleikarar, þau Jean-Efflam Bavouzet og Yeol Eum Sonsem, sem skiptust á að flytja píanókonsert Ravels. Einnig lék hljómsveitin L'Arlesienne svítuna eftir Bizet og sinfóníu nr. 1 eftir Sibelius.

Gagnrýnandi Reviews Gate gaf t.d. tónleikunum í Nottingham fimm stjörnur og sagði: Blóðheit spilamennska ásamt stefnufastri túlkun skildi áheyrendur eftir þyrsta í að heyra meira.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert