Andlát: Jakob Björnsson

Jakob Björnsson, fyrrverandi Orkumálastjóri.
Jakob Björnsson, fyrrverandi Orkumálastjóri. Ljósmynd/Aðsend

Jakob Björns­son, fyrr­ver­andi orku­mála­stjóri, lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir laug­ar­dag­inn 15. fe­brú­ar síðastliðinn.

Jakob fædd­ist 30. apríl 1926, var yngst­ur af þrem­ur son­um Björns Guðmund­ar Björns­son­ar bónda í Fremri-Gufu­dal A-Barðastrand­ar­sýslu og Sig­ríðar Ágústu Jóns­dótt­ur hús­freyju. Jakob missti móður sína á 7. ári og flutti þá í Hnífs­dal með föður sín­um og þaðan lá leiðin til Siglu­fjarðar á 10. ald­ursári hans.

Þar lauk hann gagn­fræðaprófi og hóf í fram­hald­inu nám við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri. Móður­bróðir Jak­obs, Sveinn Jóns­son, báta­smiður á Sigluf­irði, sá mögu­leika í hon­um og styrkti hann til náms við HÍ þar sem hann lauk fyrri­hluta­prófi í verk­fræði árið 1950, þaðan lá leiðin til DTH í Kaup­manna­höfn þar sem hann lauk síðan prófi í raf­orku­verk­fræði 1953.

Sama ár fékk hann starf sem verk­fræðing­ur hjá Raf­magnsveitu Reykja­vík­ur. Vet­ur­inn 1956-1957 stundaði hann fram­halds­nám við Tækni­há­skól­ann í Aachen í V-Þýskalandi. Yf­ir­maður orku­deild­ar raf­orku­mála­stjóra 1958-61. Verk­fr. hjá verk­fræðistofu Sig­urðar Thorodd­sens 1961-62. Verk­fræðileg ráðgjaf­ar­störf frá 1962 á sviði virkj­an­a­rann­sókna, orku­mála o.fl. Fékk ferðastyrk frá SÞ til að kynna sér sér áætlana­gerð um raf­orku­kerfi 1966. Kenndi CPM-nám­skeið fyr­ir Stjórn­un­ar­fél. Ísl. Í stjórn SV 1959-60, LVFÍ 1961-63, RVFÍ 1956-57. Var í rann­sókn­ar­ráði rík­is­ins 1963-65 og ráðgjafa­nefnd Rann­sókn­ar­stofn­un­ar bygg­ing­ariðnaðar­ins frá 1965. Kom að stofn­un seinni­hluta­deild­ar verk­fræðináms við HÍ og varð þar síðan pró­fess­or. Orku­mála­stjóri frá 1973-96 þegar hann lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir.

Jakob fékk sem barn ævi­sögu Thomas­ar Ed­i­sons og heillaðist í fram­hald­inu af raf­magni og eig­in­leik­um þess. Orku- og virkj­ana­mál áttu því hug hans all­an bæði starfs­fer­il­inn og eft­ir­launa­ár­in. En á eft­ir­launa­ár­un­um lét hann sitt ekki eft­ir liggja í þjóðfé­lagsum­ræðunni um stóriðju-, virkj­ana- og orku­mál. Skrifaði hann marg­ar grein­ar um efnið. Mun sum­um hafa þótt nóg um mál­flutn­ing hans og var hann því stund­um kallaður hug­mynda­smiður stóriðju­stefnu stjórn­valda og jafn­vel hold­gerv­ing­ur henn­ar. Þó var það jafn­an sam­dóma álit manna að hann hafi alltaf verið mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur.  

Árið 2005 var Jakob sæmd­ur viður­kenn­ingu frá Lands­virkj­un fyr­ir ein­stakt fram­lag til ís­lenskra orku­mála.

Jakob lifði eig­in­konu sína, til 45 ára, Jón­ínu Þor­geirs­dótt­ur en hún lést 2002. Hann skil­ur eft­ir sig dótt­ur, stjúp­son, þrjú barna­börn og 5 barna­barna­börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert