Flúði lögreglu og hafnaði á tré

Lög­reglu­menn hugðust stöðva för bif­reiðar í Breiðholti á tí­unda tím­an­um í gær­kvöldi, en ökumaður­inn sinnti ekki stöðvun­ar­merkj­um. Var bif­reiðinni ekið yfir gatna­mót gegn rauðu ljósi, eft­ir göngu­stíg og síðan á tré við íbúðar­hús.

Ökumaður og farþegi bif­reiðar­inn­ar náðu að hlaupa burt og var bif­reiðin fjar­lægð af vett­vangi með drátt­ar­bif­reið. Málið er í rann­sókn.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

Til­kynnt var um tvö inn­brot í bif­reiðar í gær­kvöldi, ann­ars veg­ar í Breiðholti á sjö­unda tím­an­um og hins veg­ar í miðbæn­um á ell­efta tím­an­um. Mun­ir voru tekn­ir úr bif­reiðunum.

Á tólfta tím­an­um voru af­skipti höfð af manni á veit­inga­húsi í miðbæn­um vegna fjár­svika. Hann hafði fengið af­greidd­ar veit­ing­ar sem hann gat ekki greitt fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert