Fundur boðaður í deilunni í fyrramálið

Um 1.800 manns lögðu niður störf á miðnætti.
Um 1.800 manns lögðu niður störf á miðnætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara í deilu Eflingar stéttarfélags og Reykjavíkurborgar klukkan tíu í fyrramálið. Þetta kemur fram á heimasíðu ríkissáttasemjara. Ótímabundið verkfall félagsmanna hófst á miðnætti þegar um 1.800 fé­lags­menn lögðu niður störf. 

Mik­ill fjöldi fé­lags­manna Efl­ing­ar var sam­an­kom­inn í Iðnó í há­deg­inu þar sem fram fór bar­áttufund­ur. Þar kom fram í máli Sólveigar Önnu Jóns­dótt­ur, formanns Efl­ing­ar, að mikill fjöldi und­anþágu­beiðna sem hefur borist til Efl­ing­ar vegna verk­falls­ins sýni svart á hvítu hversu mik­il­væg störf fé­lags­fólk vinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert