Fyrst kvenna til formennsku hjá rafvirkjum

Margrét Halldóra Arnarsdóttir er nýr formaður Félags íslenskra rafvirkja.
Margrét Halldóra Arnarsdóttir er nýr formaður Félags íslenskra rafvirkja. Ljósmynd/Aðsend

Margrét Halldóra Arnarsdóttir var kjörin formaður Fé­lags ís­lenskra raf­virkja fyrst kvenna í sögu félagsins. Í dag lauk atkvæðagreiðslu um kjör formanns FÍR. Þetta kemur fram á vef Rafiðnaðarsambandi Íslands. 

Þar kemur fram að hún hafi hlotið afburðakosningu en ekki er tilgreint nákvæmlega hvernig atkvæðin skiptust. Hún fór gegn sitj­andi for­manni, Borgþóri Hjörv­ars­syni, sem sett­ist í for­manns­stól­inn eft­ir hall­ar­bylt­ingu inn­an fé­lags­ins árið 2015.

Margrét tekur við formennsku á aðalfundi félagsins í næsta mánuði. Margrét situr nú þegar í miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands, RSÍ. 

„Óskum við Margréti innilega til hamingju með kjörið og berum við miklar væntingar til samstarfs á komandi árum.“ Þetta segir enn fremur í tilkynningu á vefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert