Ný vísbending um morðið á Gunnari leigubílstjóra

Sigursteinn Másson þáttagerðarmaður.
Sigursteinn Másson þáttagerðarmaður. mbl.is/Hari

Við þátta­gerð Sig­ur­steins Más­son­ar við Sönn ís­lensk saka­mál fyr­ir Stor­ytel hafa komið fram nýj­ar vís­bend­ing­ar um morðið á Gunn­ari Tryggva­syni leigu­bíl­stjóra sem var framið árið 1968. Morðið er enn óleyst en ný gögn í mál­inu gefa til­efni til að málið verði rann­sakað að nýju. Lög­regl­an hef­ur óskað eft­ir gögn­um um málið til að kanna hvort til­efni sé til að rann­saka málið að nýju. Þetta kom fram í Kast­ljósþætti kvölds­ins þar sem Karl Stein­ar Vals­son yf­ir­lög­regluþjónn staðfesti þetta. 

Í nýj­asta þætt­in­um, þeim fjórða um morðið á Gunn­ari Tryggva­syni leigu­bíl­stjóra á Lauga­læk árið 1968, greina systkin­in Val­geir og Sig­ur­björg Skag­fjörð frá því að maður hafi heim­sótt þau árið 1969, ógnað þeim með byssu og hafi full­yrt að hann hafi drepið mann með um­ræddri byssu. 

Við þátta­gerðina samþykktu þau að taka þátt í sak­bend­ingu og vísuðu þau bæði á til­tek­inn mann, Þráin Hlein­ar Kristjáns­son. Sá lést árið 2018 en hann varð manni að bana árið 1979. Þrá­inn stakk mann­inn ít­rekað. Hann viður­kenndi brot sitt og hlaut 16 ára fang­els­is­dóm. 

Nán­ar verður fjallað um málið á mbl.is.

Í sakbendingunni þekktu systkinin aftur manninn sem ógnaði þeim árið …
Í sak­bend­ing­unni þekktu systkin­in aft­ur mann­inn sem ógnaði þeim árið 1969. Skjá­skot/​Stor­ytel - Sönn ís­lensk saka­mál
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka