Prófsteinn á íslenska utanríkisþjónustu

Í dag verður gefin út skýrsla um setu Íslands í …
Í dag verður gefin út skýrsla um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem lauk um áramót. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er sam­dóma álit er­lendra fjöl­miðla og annarra að seta Íslands hafi heppn­ast mjög vel.“

Þetta seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra, en í dag var gef­in út skýrsla um setu Íslands í mann­rétt­indaráði Sam­einuðu þjóðanna, sem lauk um ára­mót.

Aðdrag­and­inn að fram­boði Íslands var um margt óvenju­leg­ur. Banda­ríkja­stjórn sagði sig úr mann­rétt­indaráðinu sum­arið 2018 og með því losnaði eitt sæti fyr­ir ríki úr hópi Vest­ur­landa (WEOG-hópn­um). Úr varð að Ísland gaf kost á sér til setu út kjör­tíma­bilið.

Guðlaug­ur Þór seg­ir að seta Íslands í ráðinu hafi verið próf­steinn á ís­lenska ut­an­rík­isþjón­ustu. „Áhersla okk­ar hef­ur frá fyrsta degi verið að líta til þeirra þjóða sem eru í mann­rétt­indaráðinu,“ seg­ir Guðlaug­ur og nefn­ir í því skyni sér­stak­lega Sádi-Ar­ab­íu og Fil­ipps­eyj­ar en bæði ríki sitja í um­ræddu ráði þrátt fyr­ir að liggja und­ir ámæli fyr­ir gróf mann­rétt­inda­brot heima fyr­ir. Íslensk stjórn­völd hafa haft frum­kvæði að álykt­un­um þar sem mann­rétt­inda­brot Sádi-Ar­aba voru for­dæmd og samþykkt að hefja rann­sókn á stríðinu gegn fíkni­efn­um á Fil­ipps­eyj­um.

Guðlaug­ur seg­ir að gott sé að hafa þenn­an vett­vang þar sem hægt er að taka fyr­ir mál þeirra ríkja og þau hafa tæki­færi til að svara fyr­ir sig. „Við höf­um eng­an ann­an vett­vang en þenn­an.“

Aðspurður tel­ur Guðlaug­ur að bar­átta Íslend­inga hafi skilað raun­veru­leg­um ár­angri í bar­átt­unni fyr­ir bætt­um mann­rétt­ind­um. „Það er óum­deilt að vera hafði áhrif. Við finn­um að um­fjöll­un [í mann­rétt­indaráðinu] set­ur pressu á ríki til að standa sig bet­ur,“ seg­ir Guðlaug­ur og nefn­ir sem dæmi að sjö af ell­ef­um kon­um í Sádí-Ar­ab­íu sem hafi verið hand­tekn­ar fyr­ir mót­mæli séu nú laus­ar úr haldi. 

Tel­ur annað fram­boð væn­legt

Úr því seta Íslend­inga í ráðinu þótti heppn­ast vel, er ekki úr vegi að spyrja hvort Íslend­ing­ar ættu að gefa kost á sér til setu í öðrum ráðum Sam­einuðu þjóðanna. Aðspurður seg­ir Guðlaug­ur Þór að Íslend­ing­ar eigi að leggja áherslu á þá mála­flokka þar sem Ísland stend­ur vel að vígi. Þar séu mann­rétt­indi of­ar­lega á blaði. Því sé væn­legra fyr­ir Íslend­inga að gefa aft­ur kost á sér í mann­rétt­indaráðið en mörg önn­ur ráð, s.s. ör­ygg­is­ráðið, sem Íslend­ing­ar gáfu kost á sér fyr­ir árin 2009-2010 án ár­ang­urs.

Líkt og fram kem­ur í skýrslu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hef­ur ákveðið sam­ráð verið meðal Norður­landaþjóðanna að þau skipti með sér fram­boði til setu í ráðinu. Dan­ir sitja nú í ráðinu út næsta ár, en fyr­ir ligg­ur að Finn­ar munu gefa kost á sér til setu árin 2022-2024. Guðlaug­ur Þór er op­inn fyr­ir því að Íslend­ing­ar gefi kost á sér til setu árin 2025-2027, en seg­ir að for­senda þess sé að þver­póli­tísk samstaða sé um fram­boðið á þingi. „Þetta get­ur ekki verið mál sitj­andi rík­is­stjórn­ar eða Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir hann. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur aðsetur í Genf í Sviss.
Mann­rétt­indaráð Sam­einuðu þjóðanna hef­ur aðset­ur í Genf í Sviss. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert