Prófsteinn á íslenska utanríkisþjónustu

Í dag verður gefin út skýrsla um setu Íslands í …
Í dag verður gefin út skýrsla um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem lauk um áramót. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er samdóma álit erlendra fjölmiðla og annarra að seta Íslands hafi heppnast mjög vel.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, en í dag var gefin út skýrsla um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem lauk um áramót.

Aðdragandinn að framboði Íslands var um margt óvenjulegur. Bandaríkjastjórn sagði sig úr mannréttindaráðinu sumarið 2018 og með því losnaði eitt sæti fyrir ríki úr hópi Vesturlanda (WEOG-hópnum). Úr varð að Ísland gaf kost á sér til setu út kjörtímabilið.

Guðlaugur Þór segir að seta Íslands í ráðinu hafi verið prófsteinn á íslenska utanríkisþjónustu. „Áhersla okkar hefur frá fyrsta degi verið að líta til þeirra þjóða sem eru í mannréttindaráðinu,“ segir Guðlaugur og nefnir í því skyni sérstaklega Sádi-Arabíu og Filippseyjar en bæði ríki sitja í umræddu ráði þrátt fyrir að liggja undir ámæli fyrir gróf mannréttindabrot heima fyrir. Íslensk stjórnvöld hafa haft frumkvæði að ályktunum þar sem mannréttindabrot Sádi-Araba voru fordæmd og samþykkt að hefja rannsókn á stríðinu gegn fíkniefnum á Filippseyjum.

Guðlaugur segir að gott sé að hafa þennan vettvang þar sem hægt er að taka fyrir mál þeirra ríkja og þau hafa tækifæri til að svara fyrir sig. „Við höfum engan annan vettvang en þennan.“

Aðspurður tel­ur Guðlaug­ur að bar­átta Íslend­inga hafi skilað raun­veru­leg­um ár­angri í bar­átt­unni fyr­ir bætt­um mann­rétt­ind­um. „Það er óum­deilt að vera hafði áhrif. Við finn­um að um­fjöll­un [í mann­rétt­indaráðinu] set­ur pressu á ríki til að standa sig bet­ur,“ seg­ir Guðlaug­ur og nefn­ir sem dæmi að sjö af ell­ef­um kon­um í Sádí-Ar­ab­íu sem hafi verið hand­tekn­ar fyr­ir mót­mæli séu nú laus­ar úr haldi. 

Tel­ur annað fram­boð væn­legt

Úr því seta Íslend­inga í ráðinu þótti heppn­ast vel, er ekki úr vegi að spyrja hvort Íslend­ing­ar ættu að gefa kost á sér til setu í öðrum ráðum Sam­einuðu þjóðanna. Aðspurður seg­ir Guðlaug­ur Þór að Íslend­ing­ar eigi að leggja áherslu á þá mála­flokka þar sem Ísland stend­ur vel að vígi. Þar séu mann­rétt­indi of­ar­lega á blaði. Því sé væn­legra fyr­ir Íslend­inga að gefa aft­ur kost á sér í mann­rétt­indaráðið en mörg önn­ur ráð, s.s. ör­ygg­is­ráðið, sem Íslend­ing­ar gáfu kost á sér fyr­ir árin 2009-2010 án ár­ang­urs.

Líkt og fram kem­ur í skýrslu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hef­ur ákveðið sam­ráð verið meðal Norður­landaþjóðanna að þau skipti með sér fram­boði til setu í ráðinu. Dan­ir sitja nú í ráðinu út næsta ár, en fyr­ir ligg­ur að Finn­ar munu gefa kost á sér til setu árin 2022-2024. Guðlaug­ur Þór er op­inn fyr­ir því að Íslend­ing­ar gefi kost á sér til setu árin 2025-2027, en seg­ir að for­senda þess sé að þver­póli­tísk samstaða sé um fram­boðið á þingi. „Þetta get­ur ekki verið mál sitj­andi rík­is­stjórn­ar eða Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir hann. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur aðsetur í Genf í Sviss.
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur aðsetur í Genf í Sviss. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka