Ríkisútvarpið sýknað í Sjanghæ-máli

Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri.
Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað í máli sem eigandi Sjanghæ höfðaði gegn Ríkisútvarpinu, Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni og Magnúsi Geir Þórðarsyni, fráfarandi útvarpsstjóra, vegna umfjöllunar fréttastofu RÚV um staðinn á Akureyri árið 2017.

Þetta staðfestir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Rositu YuFan Zhang, eiganda Sjanghæ-veitingastaðanna, við mbl.is.

Alls var farið fram á þrjár milljónir króna í bætur.

Áfrýjað til Landsréttar

„Þetta eru auðvitað vonbrigði en ég tel það fullt tilefni til að áfrýja málinu og láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi,“ segir Sævar Þór, sem telur mikilvægt að láta reyna á lögfræðileg úrlausnarefni.

Hann segir að hafðar hafi verið uppi alvarlegar ásakanir í fréttinni, sem enginn grundvöllur hafi verið fyrir og að málið hafi valdið umbjóðanda sínum gríðarlegu tjóni.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Þór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert