30 sendar misstu samband í óveðrinu

Rofið varð á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.
Rofið varð á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stór hluti sveit­ar­fé­laga á því svæði þar sem óveðrið gekk yfir 10. og 11. des­em­ber sl. varð fyr­ir mis­mikl­um trufl­un­um í fjar­skipta­kerf­inu. Alls misstu um 30 send­ar sam­band á ein­hverj­um tíma­punkti, og varði rof frá 10 mín­út­um og allt að u.þ.b. 24 klst. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Neyðarlínu voru tíu send­ar úti í um tvo sól­ar­hringa.

Þetta kem­ur fram í svari sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra á Alþingi við fyr­ir­spurn Njáls Trausta Friðberts­son­ar alþing­is­manns um ör­yggi fjar­skipta. „Rofið var ekki sam­fellt á öll­um send­um. Rofið varð á Vest­fjörðum, Norður­landi og Aust­ur­landi. Flest þétt­býl­is­svæði voru með fjar­skipta­sam­band að ein­hverju leyti og brugðið var á það ráð að virkja reiki milli fjar­skipta­fé­lag­anna á nokkr­um stöðum. Til að lengja líf­tíma vara­afls var í sum­um til­fell­um slökkt á hluta af virkni far­neta, t.d. gagna­flutn­ingi í 4G,“ seg­ir í svar­inu.

Fram kem­ur að fjar­skiptainnviðir, þ.e. möst­ur, senda­búnaður og lín­ur, urðu ekki fyr­ir skemmd­um og var langvar­andi raf­magns­leysi megin­á­stæða trufl­ana í fjar­skipta­kerf­un­um. „Langvar­andi raf­magns­leysi líkt og í fár­viðrinu 10. og 11. des­em­ber sl. var for­dæma­laust. Í raf­magns­leysi reyn­ir á vara­afl og eft­ir að vara­afl þrýt­ur stöðvast al­menn fjar­skiptaþjón­usta í langvar­andi raf­magns­leysi,“ seg­ir í svar­inu.

Al­menn far­net geti tekið við sem neyðarfjar­skipta­kerfi?

Bent er á að samn­ing­ar um TETRA-kerfið komi til end­ur­nýj­un­ar á næstu árum og að huga þurfi nú þegar að næsta skrefi og meta hvort al­menn far­net geti tekið við hlut­verki sem neyðarfjar­skipta­kerfi fyr­ir neyðar- og björg­un­araðila.

Póst- og fjar­skipta­stofn­un (PFS) vinn­ur að því að kort­leggja fjar­skipta­kerfi lands­ins og kem­ur fram í fjöl­mörg­um ábend­ing­um henn­ar að tryggja þurfi að PFS verði hluti af æf­ing­um al­manna­varna og kort­leggja þurfi öll fjar­skipta­kerfi lands­ins á ein­um stað til að fá heild­ar­sýn yfir þau og stöðu þeirra á hverj­um tíma, þ.m.t. í ham­fara­ástandi.

„Í óveðrinu í des­em­ber sl. var út­fall raf­magns hátt í þrír sól­ar­hring­ar á sum­um svæðum. Ráðast þarf í að efla vara­afl veru­lega og grípa til annarra ráðstaf­ana, svo sem tví­teng­inga, til að efla rekstr­arör­yggi,“ seg­ir í svari ráðherr­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert