Afhentu 8 þúsund undirskriftir vegna Maní

Mótmælendurnir fyrir utan Stjórnarráðið.
Mótmælendurnir fyrir utan Stjórnarráðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Undirskriftalisti með tæplega átta þúsund undirskriftum var afhentur í dómsmálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu þar sem því er mótmælt að 17 ára írönskum transdreng og fjölskyldu hans hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Foreldrar drengsins á mótmælunum í dag.
Foreldrar drengsins á mótmælunum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mótmælin voru skipulögð af No Borders Iceland, Samtökunum ´78, Q-félagi hinsegin stúdenta, Solaris, Rétti barna á flótta og Trans Íslandi.

Transdrengurinn, sem heitir Maní, er sem stendur í hvíldarinnlögn á BUGL.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Engin stofnun stjórnvalda hefur svarað ítrekuðum fyrirspurnum lögmanns fjölskyldunnar, hvorki hvað varðar stöðu brottvísunar né varðandi afhendingu á nauðsynlegum gögnum málsins. Þetta á við um dómsmálaráðuneytið, kærunefnd útlendingamála, Útlendingastofnun og lögregluna,“ segir í tilkynningu frá No Borders Iceland.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert