Meira í vasann þýðir ekki meiri verðmæti

„Verið getur að einhverjir fái meira í vasann þessa verkfallsdaga …
„Verið getur að einhverjir fái meira í vasann þessa verkfallsdaga en meira í vasann þýðir ekki að verðmætið sé meira,“ segir Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri Eflingar, við mbl.is. mbl.is/Eggert

Greiðslur úr vinnu­deilu­sjóði Efl­ing­ar til þeirra fé­lags­manna sem eru í verk­falli eru ein­ung­is styrk­ur sem ætlað er að bæta fé­lags­mönn­um hluta af því launatapi sem þeir verða fyr­ir við að taka þátt í verk­fallsaðgerðum.

Óná­kvæmt er að segja að starfs­menn séu bet­ur sett­ir, fjár­hags­lega, með að sitja heima í verk­falli.

Í morg­un fjallaði mbl.is um ábend­ingu starfs­manns Reykja­vík­ur­borg­ar, sem benti á að sér þætti áhuga­vert að sú 18.000 króna greiðsla sem hann sér fram á að fá úr vinnu­deilu­sjóði Efl­ing­ar fyr­ir þær skæru­verk­fallsaðgerðir sem fram fóru fyrr í mánuðinum, væri hærri en þessi til­tekni starfsmaður fær fyr­ir dag­legt starf sitt á leik­skóla í borg­inni sem ófag­lærður leiðbein­andi. Þar er þó ekki öll sag­an sögð.

Eng­ar greiðslur í líf­eyr­is­sjóði

Efl­ing greiðir fé­lags­mönn­um þenn­an 18.000 króna styrk, sem ætlað er að mæta launatapi og fram­lagi launa­greiðanda í líf­eyr­is­sjóð fé­lags­manns­ins fyr­ir heil­an vinnu­dag. Af þess­ari upp­hæð verður svo tek­in staðgreiðsla tekju­skatts í fyrsta þrepi (35,04%) áður en hún kem­ur til út­borg­un­ar til fé­lags­manna.

Fyr­ir utan þetta þá greiðir Efl­ing eng­in launa­tengd gjöld og Reykja­vík­ur­borg greiðir að sjálf­sögðu ekki held­ur nein­ar aðrar launa­tengd­ar greiðslur og þannig eru þeir starfs­menn sem eru í verk­falli ekki að ávinna sér nein líf­eyr­is­sjóðsrétt­indi.

„Verið get­ur að ein­hverj­ir fái meira í vas­ann þessa verk­falls­daga en meira í vas­ann þýðir ekki að verðmætið sé meira,“ seg­ir Óskar Örn Ágústs­son, fjár­mála­stjóri Efl­ing­ar, við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert