Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að frístundakort borgarinnar sé minnst nýtt í Hóla- og Fellahverfi. Þetta kom einnig fram í tillögu sem hún lagði fram í borgarráði á síðasta ári.
„Ég tel að ein af ástæðum þess að börnin eru ekki að nota Frístundakortið í hverfi 111 sé sú að foreldrar sem eru í fjárhagserfiðleikum eru tilneyddir til að nota rétt barna sinna til frístundakortsins til að greiða fyrir frístundaheimilið eða tungumálakennslu. Þess utan þarf að gefa eftir rétt frístundakortsins til að hægt sé að sækja um fjárhagsaðstoð, skuldaskjól eða afskriftir skulda hjá borginni,“ segir Kolbrún meðal annars í greininni sem er í Morgunblaðinu í dag.
Hún fjallaði einnig um þetta í aðsendri grein í Morgunblaðinu í október á síðasta ári.