Sala á upprunaábyrgðum grafi undan ímynd Íslands

Álit Samtaka iðnaðarins er að kerfið eigi ekki við hérlendis.
Álit Samtaka iðnaðarins er að kerfið eigi ekki við hérlendis. mbl.is/​Hari

Sam­tök iðnaðar­ins telja að sala hér­lendra raf­orku­fyr­ir­tækja á svo­kölluðum upp­runa­ábyrgðum raf­orku orki veru­lega tví­mæl­is og grafi und­an ímynd Íslands sem lands end­ur­nýj­an­legr­ar orku.

Upp­runa­ábyrgðir fela í sér staðfest­ingu á að raf­orka hafi verið fram­leidd með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um. Kerf­inu var komið á til að örva orku­skipti í raf­orku­fram­leiðslu inn­an ESB sem skref í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um og til að draga úr notk­un á jarðefna­eldsneyti, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu Sam­taka iðnaðar­ins.

Þar seg­ir að með sölu á upp­runa­ábyrgðum sé verið að fórna mun meiri hags­mun­um fyr­ir minni. „Sala upp­runa­ábyrgða inn á Evr­ópu­markað skerðir ímynd Íslands sem lands end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa og ímynd ís­lensks at­vinnu­lífs. Íslensk stjórn­völd hafa um ára­tuga skeið markaðssett Ísland sem land hreinna orku­gjafa, og gera enn á ýms­um vett­vangi, þrátt fyr­ir að kerfi upp­runa­ábyrgða kunni að standa í vegi fyr­ir slík­um full­yrðing­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Bætt er við að tekj­ur ís­lenskra raf­orku­fyr­ir­tækja af sölu upp­runa­ábyrgða séu um einn millj­arður króna á ári, sem sé ekki há fjár­hæð í stóra sam­heng­inu og í sam­an­b­urði við hrein­leikaí­mynd Íslands í tengsl­um við raf­orku. „Sala upp­runa­ábyrgða hef­ur það í för með sér að raf­orku­bók­hald Íslands breyt­ist þannig að hér mætti ætla að upp­runi raf­orku sé 55% jarðefna­eldsneyti, 34% kjarn­orka og ein­ung­is 11% end­ur­nýj­an­leg orka.“

Einnig kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að það sé álit Sam­taka iðnaðar­ins að kerfið eigi ekki við hér­lend­is þar sem meg­in­til­gang­ur þess sé að stuðla að orku­skipt­um í raf­orku­fram­leiðslu.

Ítrekað er að staða Íslands í orku­mál­um sé gjör­ólík flest­um ríkj­um sem eru aðilar að EES-samn­ingn­um því hér sé hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa mun hærra en geng­ur og ger­ist.

Sam­tök iðnaðar­ins telja einnig að kerfi upp­runa­ábyrgða hafi skapað laga­lega óvissu, s.s. hvort ís­lensk­um raf­orku­fyr­ir­tækj­um sé heim­ilt að starfa á þess­um markaði, og að þeirri óvissu þurfi að eyða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert