7.900 undirskriftir komnar

Í Elliðaárdalnum.
Í Elliðaárdalnum.

Um 7.900 manns höfðu í gærkvöldi skrifað nafn sitt á undirskriftalista Hollvinasamtaka Elliðaárdals og mótmælt breytingum á deiliskipulagi við Stekkjarbakka í Reykjavík.

Á umræddu svæði stendur til að fara í uppbyggingu, svo sem á gróðurskála, en hollvinir vilja að svæðið verði áfram nýtt til útivistar.

Safna þarf rúmlega 18.000 undirskriftum svo borgin verði við óskum um almenna atkvæðagreiðslu um skipulag svæðsins. Þar er byggt á því að skv. lögum segir að ef minnst 20% þeirra sem kosningarétt eiga í sveitarfélagi óska almennrar atkvæðagreiðslu skuli sveitarstjórn verða við því, innan árs. Undirskriftunum þarf að skila fyrir miðnætti næsta fimmtudag, 27. febrúar. „Ég er vongóður um að við náum settu marki, en þetta verður þó brekka,“ segir Halldór Páll Gíslason sem er í forsvari fyrir verkefnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert