Arnaldur á toppnum í Frakklandi

Arnaldur Indriðason rithöfundur.
Arnaldur Indriðason rithöfundur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vinsældir Arnaldar í Frakklandi hafa verið og eru með algerum ólíkindum. Það er magnað að sjá viðtökurnar í hvert sinn sem ný bók er gefin út,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Spennusagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason hefur löngum notið mikilla vinsælda í Frakklandi. Bækur hans hafa selst í milljónavís þar í landi og hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hæst ber þar líklega þegar hann hlaut frönsku riddaraorðuna fyrir listir og bókmenntir, Chevalier des Arts et des Lettres árið 2015.

Ekkert lát er á þessum vinsældum og í vikunni tyllti nýjasta bók höfundarins sér í efsta sæti spennusagnalistans í Frakklandi. Er þar um að ræða bókina Myrkrið veit sem gefin var út í kilju í byrjun mánaðarins. Á sama tíma var Stúlkan hjá brúnni gefin út innbundin og er hún nú í sjötta sæti sama lista. Í sæti númer 32 sitja svo Synir duftsins sem komu út í október á síðasta ári.

„Það er ekki nóg með að Myrkrið veit rjúki beint í efsta sæti franska metsölulistans heldur fylgja iðulega aðrar bækur Arnaldar með og skipa sér sömuleiðis í efstu sæti listans,“ segir Egill Örn, stoltur af sínum manni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert