Arnaldur á toppnum í Frakklandi

Arnaldur Indriðason rithöfundur.
Arnaldur Indriðason rithöfundur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vin­sæld­ir Arn­ald­ar í Frakklandi hafa verið og eru með al­ger­um ólík­ind­um. Það er magnað að sjá viðtök­urn­ar í hvert sinn sem ný bók er gef­in út,“ seg­ir Eg­ill Örn Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins.

Spennu­sagna­höf­und­ur­inn Arn­ald­ur Indriðason hef­ur löng­um notið mik­illa vin­sælda í Frakklandi. Bæk­ur hans hafa selst í millj­óna­vís þar í landi og hann hef­ur hlotið fjölda verðlauna og viður­kenn­inga. Hæst ber þar lík­lega þegar hann hlaut frönsku ridd­ara­orðuna fyr­ir list­ir og bók­mennt­ir, Chevalier des Arts et des Lettres árið 2015.

Ekk­ert lát er á þess­um vin­sæld­um og í vik­unni tyllti nýj­asta bók höf­und­ar­ins sér í efsta sæti spennu­sagna­list­ans í Frakklandi. Er þar um að ræða bók­ina Myrkrið veit sem gef­in var út í kilju í byrj­un mánaðar­ins. Á sama tíma var Stúlk­an hjá brúnni gef­in út inn­bund­in og er hún nú í sjötta sæti sama lista. Í sæti núm­er 32 sitja svo Syn­ir dufts­ins sem komu út í októ­ber á síðasta ári.

„Það er ekki nóg með að Myrkrið veit rjúki beint í efsta sæti franska met­sölu­list­ans held­ur fylgja iðulega aðrar bæk­ur Arn­ald­ar með og skipa sér sömu­leiðis í efstu sæti list­ans,“ seg­ir Eg­ill Örn, stolt­ur af sín­um manni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert