Landhelgisgæslan færði hvalaskoðunarskip til hafnar seint í gærkvöldi í Reykjavík vegna brota á siglingalögum, fjölda farþega og fleiri brota. Lögreglan kom einnig að málinu.
Tilkynnt um innbrot í nokkrar geymslur íbúða í fjölbýlishúsi um klukkan 23 í gærkvöldi í hverfi 105. Ekki náðist í alla íbúa og ekki er vitað nákvæmlega hverju var stolið en meðal þess sem vitað er um er áfengi og myndavél með tilheyrandi búnaði.
Maður var handtekinn á fjórða tímanum í nótt í Árbænum grunaður um innbrot í bifreið. Maðurinn er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Lögreglan stöðvaði bifreið í Hafnarfirði á öðrum tímanum í nótt en ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
Ökumaður sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum var stöðvaður í nótt í Grafarvoginum.