Bíó undir Arnarhóli

Inngangur í Ingólfsbíó frá Lækjargötu.
Inngangur í Ingólfsbíó frá Lækjargötu.

Eft­ir að hafa lesið og séð frétt­ir um rekstr­ar­vanda Bíós Para­dís­ar á dög­un­um seild­ist Sig­urður Gúst­afs­son arki­tekt niður í skúffu og dustaði rykið af gam­alli hug­mynd sinni; kvik­mynda­húsi und­ir Arn­ar­hóli. „Þetta hreyfði við mér; það sár­vant­ar miðstöð fyr­ir þetta vin­sæla list­form, kvik­mynd­irn­ar, hér á landi,“ seg­ir hann.

Að sögn Sig­urðar eru arki­tekt­ar sí­fellt að leita að nýj­um tæki­fær­um og nýj­um stöðum til að byggja á – og Arn­ar­hóll sé slík­ur staður. Að vissu leyti heil­ag­ur í hug­um fólks, en þó ekki óum­breyt­an­leg­ur. Hóll­inn hafi breyst tölu­vert í tím­ans rás, t.d. bæði þegar Seðlabank­inn var byggður og þegar nú­ver­andi stíg­ar voru lagðir.

Séð yfir Arnarhól að inngangi Ingólfsbíós.
Séð yfir Arn­ar­hól að inn­gangi Ing­ólfs­bíós.


„Það er þó ekki yf­ir­borð hóls­ins sem vek­ur mest­an áhuga, held­ur það sem leyn­ist und­ir hon­um, ónýtt tæki­færi, myrkrið. Myrkrið er eins og óskrifað blað. Ef það er lýst upp mynd­ast rými, og form og mynd­ir verða sýni­leg. Bíó­mynd­in er af sama toga spunn­in, þar sem ljósið kall­ar fram mynd­ir með hreyf­ingu og tíma,“ seg­ir Sig­urður.

Nú þegar tón­list­ar­hús í miðbæn­um er orðið að veru­leika má að áliti Sig­urðar spyrja: Hvað með þá birt­ing­ar­mynd menn­ing­ar okk­ar sem er einna vin­sæl­ust, kvik­mynd­ina? Nýtt kvik­mynda­hús í miðbæn­um kalli ekki á aðgerðir í tengsl­um við um­ferð og bíla­stæði, það myndi nýta þau mann­virki sem þegar eru fyr­ir hendi sem ann­ars væru vannýtt á þeim tím­um sem kvik­mynda­hús starfa.

Frá einum af stóru sölunum í Ingólfsbíói.
Frá ein­um af stóru söl­un­um í Ing­ólfs­bíói.


Hug­mynd­in um bíó und­ir Arn­ar­hóli er ekki ný af nál­inni. Árið 1990 vann Sig­urður á sænskri arki­tekta­stofu og fékk það verk­efni að teikna stórt 24 sala kvik­mynda­hús, sem átti að vera und­ir Götaplat­sen, helsta torgi Gauta­borg­ar. Af ýms­um ástæðum varð verk­efnið ekki að veru­leika. Fimmtán árum síðar komst þó aft­ur hreyf­ing á málið og hann var feng­inn til að yf­ir­fara teikn­ing­ar af nýju fjór­tán sala kvik­mynda­húsi á öðrum stað. „En í þessu húsi, sem síðan var byggt, er upp­haf­lega hug­mynd­in því miður að miklu leyti horf­in,“ seg­ir hann.

Sigurður Gústafsson arkitekt.
Sig­urður Gúst­afs­son arki­tekt. Friðrik Tryggva­son


Nán­ar er fjallað um hug­mynd­ina í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert