Skammarverðlaun fyrir að skafa ekki

Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að ótrúlegt sé að …
Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að ótrúlegt sé að mönnum skuli detta svona í hug og að athæfið sé bæði ólöglegt og hættulegt. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ökumanni sem líklegur er til þess að hljóta skammarverðlaun dagsins, en sá hafði ekki skafið af rúðum bifreiðar sinnar áður en hann hélt út í umferðina í morgun.

Í færslu lögreglunnar á Facebook segir að ótrúlegt sé að mönnum skuli detta svona í hug og að athæfið sé bæði ólöglegt og hættulegt. 

Þá minnir lögreglan á að sekt við því að hreinsa ekki rúður ökutækja áður en lagt er af stað út í umferðina sé 20 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka