Enn bið á flugi frá Tenerife

00:00
00:00

Ekki hef­ur verið hægt að fljúga frá Teneri­fe South-flug­vell­in­um í morg­un vegna sand­storms­ins sem þar hef­ur geisað frá því í gær. Vél Norweg­i­an Air sem átti að fara í loftið klukk­an 8 fer ekki á til­sett­um tíma til Íslands. Eina flugið frá flug­vell­in­um sem enn er skráð á áætl­un næstu klukku­tíma er flug til Las Palmas.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Norweg­i­an Air er nú áætlað að vél­in lendi á Kefla­vík­ur­flug­velli klukk­an 19:55 í stað 13:35. 

Sam­kvæmt frétt Sky News er byrjað að fljúga frá Gran Can­aria, Lanzarote, La Palma og Teneri­fe North en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá flug­mála­yf­ir­völd­um verður ein­hver töf á að hægt verði að fljúga frá Teneri­fe South-flug­vell­in­um.

Flug­sam­göng­ur á Kana­ríeyj­um lágu niðri í gær vegna sand­storms sem gekk yfir eyj­arn­ar. Af­lýsa þurfti hundruðum flug­ferða, þeirra á meðal ferðum Norweg­i­an milli Kefla­vík­ur og Teneri­fe, stærstu eyj­ar eyja­klas­ans. Sand­ur­inn á upp­tök sín í Sa­hara-eyðimörk­inni, en Teneri­fe er um 100 kíló­metra und­an strönd­um Mar­okkó. Þótt slík­ir storm­ar séu þekkt­ir hef­ur ástandið ekki verið jafnslæmt í 20 ár, að sögn Karls Rafns­son­ar, far­ar­stjóra ferðaskrif­stof­unn­ar Vita á Teneri­fe. Styrk­ur svifryks mæld­ist í gær tí­fald­ur á við það sem eðli­legt þykir og var skyggni afar slæmt. Þá náði vind­hraði í hviðum allt að 33 metr­um á sek­úndu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert