„Flugvallayfirvöld ráða ekkert við þetta ástand“

Ólafur segir ljóst að flugvallaryfirvöld ráði ekkert við ástandið.
Ólafur segir ljóst að flugvallaryfirvöld ráði ekkert við ástandið. Ljósmynd/Aðsend

Hrakn­ing­ar Íslend­inga sem reyna nú að kom­ast heim frá Teneri­fe virðast eng­an endi ætla að taka ef marka má frá­sögn Ólafs Stephen­sen, sem átti pantað flug heim með Norweg­i­an sem var af­lýst vegna sand­storms í gær.

Ólaf­ur og fjöl­skylda hans voru svo hepp­in að fá að end­ur­bóka sig með flugi Norweg­i­an sem fara átti í loftið um klukk­an átta í morg­un. Þegar mbl.is sló á þráðinn til Ólafs síðdeg­is var hann hins veg­ar ný­kom­inn um borð í rétta flug­vél eft­ir rúma tíu klukku­stunda bið á flug­vell­in­um.

„Það er nokkuð aug­ljóst að flug­valla­yf­ir­völd hér ráða ekk­ert við þetta ástand,“ seg­ir Ólaf­ur. Farþegar fengu skila­boð um það í morg­un að flug þeirra væri á áætl­un klukk­an átta og voru flest­ir mætt­ir á flug­völl­inn klukk­an sex. Það var hins veg­ar ekki fyrr en á þriðja tím­an­um sem farþegar á leið til Kefla­vík­ur voru boðaðir út í vél, en þá tók við hátt í klukku­stund­ar­bið í að kom­ast út í rútu sem flutti farþega í flug­vél Norweg­i­an.

Flutt út í vit­lausa flug­vél

Hrakn­ing­un­um lauk þó ekki þar, því þegar flug­vél­in var næst­um orðin full af farþegum kom í ljós að vél sú var á leið til Kaup­manna­hafn­ar en ekki Kefla­vík­ur. „Þegar flug­vél­in er að verða full er það til­kynnt í hátal­ara­kerf­inu að þetta sé nú ein­hver mis­skiln­ing­ur, þessi flug­vél væri á leiðinni til Kaup­manna­hafn­ar,“ út­skýr­ir Ólaf­ur. „Og áhöfn­in í vél­inni vissi ekki einu sinni hvort það væri eitt­hvert flug á leið til Kefla­vík­ur, en það var nú sem bet­ur fer, og við vor­um rek­in úr flug­vél­inni og ferjuð í aðra vél sem okk­ur er sagt að sé á leið til Kefla­vík­ur.“

Þegar mbl.is ræddi við Ólaf var verið að bíða eft­ir að all­ir farþegar væru komn­ir um borð, og vonaðist hann til þess að vél­in færi fljót­lega í loftið. Ólaf­ur ger­ir ráð fyr­ir því að verða kom­inn heim til sín rúm­lega ein­um og hálf­um sól­ar­hring á eft­ir áætl­un, en hann tel­ur sig hepp­inn þar sem marg­ir sem hafi átt bókað í flugið í gær hafi enn ekki fengið úr­lausn sinna mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert