Fundur hefur verið boðaður í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar á morgun klukkan 14:30 hjá Ríkissáttasemjara. Síðasti fundur í deilu þeirra var á miðvikudaginn í síðustu viku 19. febrúar og var hann árangurslaus.
Fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið að Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg telur að yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin að koma betur til móts við Eflingarfélaga en kynnt var á undangengnum samningafundi.