Sementstankarnir fái nýtt hlutverk

Sævarhöfði. Sementstankarnir setja mikinn svip á svæðið sem til stendur …
Sævarhöfði. Sementstankarnir setja mikinn svip á svæðið sem til stendur að skipuleggja í alþjóðlegri samkeppni. Svæðið verði segull skapandi lista. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Tvö uppbyggingarsvæði í Reykjavík verða hluti af alþjóðlegri hugmyndasamkeppni, „Reinventing Cities“, en það eru grænar þróunarlóðir í Gufunesi og við Sævarhöfða. Reykjavík tilheyrir hópi svokallaðra C40-borga um heim allan, sem leggja áherslu á bætta lýðheilsu og sjálfbærni.

Þróunarlóðin við Sævarhöfða er nærri 3 þúsund fermetrar. Þarna eru 45 metra há mannvirki, sementsturnar, og athygli vekur að í keppnislýsingu eru þeir sagðir geta verið þarna áfram en í nýju hlutverki í Bryggjuhverfi vestur. Einnig var á lóðinni athafnasvæði Björgunar um árabil, þar sem sjávarefni var dælt á land, það unnið og geymt. Björgun hætti starfsemi þarna í fyrra.

Það var Sementsverksmiðja ríkisins sem reisti sementsturnana tvo við Sævarhöfða árið 1967. Þetta var mikil framkvæmd og voru tankarnir steyptir með skriðmótum. Sement var flutt með skipum frá Akranesi og því dælt upp í tankana. Sementinu var síðan dreift á höfuðborgarsvæðinu með sérútbúnum bílum, að því er fram kemur í umfjöllun um tankana og hugsanlega framtíð þeirra í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert