Ölvaður með ungbarn í bílnum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns í gærkvöldi sem var undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum. Í bifreiðinni með manninum var ungbarn og var barnavernd gert viðvart. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 

Fimm aðrir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni frá því klukkan 17 í gær þangað til þrjú í nótt fyrir að vera undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða hvors tveggja í umferðinni. Tveir þeirra voru án ökuréttinda, það er höfðu verið sviptir þeim réttindum. Einn var síðan stöðvaður undir stýri sviptur ökuréttindum en sá var ekki í vímu. 

Lögreglan handtók einstakling með lítilræði af fíkniefnum á sér í nótt og var málið afgreitt með skýrslutöku á lögreglustöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert