Stöðvaðir í startholunum á K2

00:00
00:00

Fjall­göngumaður­inn John Snorri Sig­ur­jóns­son hafði gert ráð fyr­ir því að standa á toppi K2 í Pak­ist­an um þetta leyti en eins og fram hef­ur komið þurfti hann frá að hverfa þegar leiðang­ur­inn var skammt á veg kom­inn. Verk­efnið var ærið en K2 er al­mennt talið eitt hættu­leg­asta fjall heims og hef­ur í ofanálag aldrei verið klifið að vetri til. Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann frá því hvernig leiðang­ur­inn leyst­ist upp án þess að ná svo mikið sem að öðrum búðum af fjór­um í fjall­inu. Grun­ur leik­ur á að ekki hafi all­ir leiðang­urs­menn verið í hon­um af heil­um hug.  

Hóp­ur­inn sam­an­stóð af átta klifrur­um. Þeir John Snorri, yf­ir­lýst­ur leiðang­urs­stjóri og Thomaz Rot­ar, slóvensk­ur skurðlækn­ir og þrautreynd­ur fjallamaður, komu frá Evr­ópu. Þrír klif­ur­menn voru nepalsk­ir sherp­ar, þeir Passang Nam­ke, Tamt­ing og Phur Galj­en, all­ir eru at­vinnu­leiðang­urs­menn sem fá borgað fyr­ir að ganga með hópn­um og það sama er að segja um Pak­ist­an­ann Ser­baz. Þá eru eft­ir Kín­verj­inn Gao Li og Sherp­inn Mingma G sem er þekkt­ur fjallamaður. All­ir hafa mikla reynslu af því að klífa fjöll sem eru yfir átta þúsund metra há. Þau hæstu í heimi. Þetta var sterk­asti hóp­ur sem ég gat hugsað mér að taka með á fjallið,“ seg­ir John Snorri sem hitt­ir mig í hest­húsi sem hann er að gera upp í efri byggðum Kópa­vogs. Hann hef­ur lítið tjáð sig um hvað gerðist á fjall­inu fyr­ir mánuði en leiðang­ur­inn hafði eðli­lega vakið mikla at­hygli bæði hér­lend­is og í háfjalla­mennsku­geir­an­um. Sá sem verður fyrst­ur til að klífa K2 að vetr­ar­lagi skrá­ir nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar.    

Hópurinn sem ætlaði á toppinn. Gao Li, John Snorri, Mingma …
Hóp­ur­inn sem ætlaði á topp­inn. Gao Li, John Snorri, Mingma G., Ser­baz Khan, Tomaz Rot­ar, Passang Nam­ke Sherpa, Tempt­ing Sherpa og Phur Galj­en. Ljós­mynd/​Aðsend

Ferðalagið hófst í byrj­un janú­ar í Islama­bad í Pak­ist­an og strax í upp­hafi kom hökt í leiðang­ur­inn. Mingma og Gao Li koma fimm dög­um of seint. Það var svo­lítið súrt og seinkaði ferðinni,“ seg­ir John Snorri. Önnur minni hátt­ar vanda­mál settu strik í reikn­ing­inn sem gerði það að verk­um að ferðinni hafði seinkað um nán­ast eina og hálfa viku áður en í grunn­búðirn­ar var komið allt þó inn­an þeirra marka sem eðli­legt er.

John Snorri kemur upp að klöppinni þar sem fyrstu búðum …
John Snorri kem­ur upp að klöpp­inni þar sem fyrstu búðum var slegið upp. Ljós­mynd/​Aðsend

Eft­ir ferðalag um óbyggðir Pak­ist­an með tæp­lega hundrað manna fylgd­arliði sem bar vist­ir fyr­ir hóp­inn var slegið upp grunn­búðum þann 22. janú­ar. Þær voru sex kíló­metr­um frá ABC (advanced base camp þar sem klifrið upp K2 hefst) sem er nokkuð ríf­legt en ákvörðun um það var tek­in til að ná meira sól­skini á búðirn­ar yfir dag­inn. Eft­ir það halda burðar­menn­irn­ir heim og átta manna hóp­ur­inn er einn eft­ir. Fyrsta verkið var að fara með klif­ur­búnað, súr­efniskúta og annað nauðsyn­legt hálfa leið í búðir eitt áður en snúið var aft­ur í grunn­búðirn­ar. 

26. janú­ar var svo farið með búnað og lín­ur fest­ar al­veg í búðir eitt. Þar ákváðu Mingma, Gao Li og Ser­baz að dvelja yfir nótt­ina í búðum eitt. „Þetta kom mér og Tomaz aðeins á óvart,“ seg­ir John. Slíkt sé ekki van­inn en ekk­ert til að gera veður út af. Þeir hafi ætlað að halda áfram dag­inn eft­ir og byrja að leggja lín­ur upp í búðir tvö.

Fjallið er bratt og línurnar sem lagðar eru þurfa að …
Fjallið er bratt og lín­urn­ar sem lagðar eru þurfa að halda. Ljós­mynd/​Aðsend

Um nótt­ina hvessti og varð veru­lega kalt en í bú­ast má við 40 gráðu frosti í þess­ari hæð. Þegar hærra í fjallið kem­ur verður kuld­inn enn meiri og svefn­poki sem John hafði með sér til að nota í efri búðum er gef­inn út fyr­ir að þola 70 gráðu frost. John og Tom­asz grun­ar að þre­menn­ing­arn­ir hafi orðið ótta­slegn­ir þarna um nótt­ina. „Það er eins og aðstæður hafi verið öðru­vísi en þeir höfðu reiknað með og þeir koma niður án þess að gera neitt af því sem lagt var upp með.“ 

Á Face­book-síðu Mingma G. er farið yfir hans sýn á leiðang­ur­inn. Þar kem­ur fram að rak­inn inni í tjald­inu hafa verið meiri en hann átti von á en einnig að vind­ur­inn hafi haldið fyr­ir þeim vöku. Aðstæðurn­ar á K2 hafi komið hon­um og sam­lönd­um hans á óvart og væru ólík­ar vetr­araðstæðum í Nepal. Eft­ir það fóru þeir aldrei aft­ur upp í fjallið en John seg­ist ekki hafa fengið al­menni­lega út­skýr­ingu á þeirri af­stöðu.

Horft upp fjallið varasama.
Horft upp fjallið vara­sama. Ljós­mynd/​Aðsend

Nokkr­um dög­um síðar halda þeir John og Tomaz ásamt Sherp­un­um þrem­ur Nam­ke, Tamt­ing og Phur Galj­en aft­ur í búðir eitt og mark­miðið var að fara þaðan í búðir tvö. Eft­ir að hafa gist í fyrri búðunum og verið er búa sig und­ir að halda áfram kem­ur ljós að sherp­arn­ir eru ekki á upp­leið held­ur fara þeir aft­ur niður í grunn­búðir. „Þegar ég spurði þá út í þetta sögðu þeir að svefn­pok­arn­ir væru blaut­ir,“ seg­ir John Snorri og bæt­ir því við að þetta sé eitt­hvað sem ger­ist þegar frostið er svo mikið að rak­inn sem kem­ur frá and­ar­drætti fólks frýs inni í tjöld­un­um og ætti ekki að koma á óvart.

Þeir Tom­asz héldu þó áfram og voru tvo daga í fjall­inu að leggja lín­ur upp í búðir tvö. Ekki var mikið eft­ir í þær þegar þreyt­an og kuld­inn fór að taka sinn toll og þeir ákváðu að halda aft­ur niður í grunn­búðir. Nokkuð ánægðir með afrakst­ur­inn. Hins veg­ar fannst þeim óá­sætt­an­legt að vera án þeirra sem áttu að vera þeim inn­an hand­ar í verk­efn­inu og á þess­um tíma­punkti er gremj­an hjá tví­eyk­inu aug­ljós eins og sjá má í mynd­skeiðinu.  

Enn um sinn þarf að bíða þess að ná toppi …
Enn um sinn þarf að bíða þess að ná toppi K2 að vetri til. Ljós­mynd/​Aðsend

Þegar niður var komið vildu tví­menn­ing­arn­ir Mingma og Gao Li halda til síns heima þar sem Mingma sagðist vera kom­inn með háfjalla­veiki og Gao Li vildi vitja ætt­ingja sinna í Kína vegna kór­ónu­veirunn­ar. Hug­mynd­in var að sjúkraþyrla myndi sækja Mingma og John seg­ir að þegar þarna var komið við sögu hafi hon­um lit­ist ágæt­lega á það þar sem tónn­inn í þeim fé­lög­um hefði verið held­ur nei­kvæður. „Það vantaði all­an kraft í hann, [Mingma] ég upp­lifði hann í ekki nógu góðu formi og þreytt­an. Þá sá ég fyr­ir mér að ég og Tom­asz yrðum eft­ir ásamt sherp­un­um þrem­ur og Pak­ist­an­an­um Ser­baz.“

Hug­mynd­in var þá að sherp­arn­ir færu í fjallið og kláruðu að leggja lín­urn­ar í búðir tvö. Þangað væri þá hægt að fara með búnað og vera svo yfir nótt. Aðstæður voru heppi­leg­ar á þess­um tíma­punkti en út­lit var fyr­ir að næst gæf­ist ekki færi á að fara í verk­efnið fyrr en að viku liðinni þar sem veður­spá­in var óhag­stæð.

Leiðin að seinni grunnbúðum þar sem klifrið hefst, liggur yfir …
Leiðin að seinni grunn­búðum þar sem klifrið hefst, ligg­ur yfir sprung­inn ís. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það sem ger­ist þarna er að Sherp­arn­ir verða ein­hverra hluta vegna ósátt­ir við að ég fari ekki með þeim. Ég hins veg­ar sá eng­an til­gang með því þar sem að þetta var ekki stórt verk­efni,“ út­skýr­ir John Snorri.  

Þeir hafi þó látið und­an og lagt af stað. Hins veg­ar leið ekki á löngu þar til þeir hafa sam­band og segja að einn sherp­inn hafi fallið ofan í sprungu og sé meidd­ur á fæti. Hann hafi þó gengið sex kíló­metra yfir sprungu­svæði til baka sem segi eitt­hvað um al­var­leika meiðsl­anna. „Þarna fer maður að hugsa hvað sé eig­in­lega í gangi og þarna ákveður Tom­asz að halda heim á leið. En ég met stöðuna þannig að ég hafi enn tvo sherpa með mér og Pak­ist­an­ann Ser­baz. Vel sé hægt að ná toppn­um úr þessu.“

Næturnar í fyrstu búðum urðu færri en reiknað var með.
Næt­urn­ar í fyrstu búðum urðu færri en reiknað var með. Ljós­mynd/​Aðsend

Þegar verið er að und­ir­búa komu þyrl­anna (björg­un­arþyrl­ur ferðast ein­ung­is í pör­um á þess­um slóðum) sem áttu að sækja Ga­oli, Ming Ma og meidda Sherp­ann kem­ur í ljós að vega­bréfs­árit­un sherp­anna þriggja gilti ein­ung­is fram til 29. fe­brú­ar. Þetta hafi John Snorra og Tomazi þótt afar sér­stakt þar sem frá upp­hafi hafi verið ljóst að hóp­ur­inn þyrfti meiri tíma í fjall­inu til að klára verk­efnið.

15-20 daga tæki þá að kom­ast aft­ur til byggða. Eng­in leið var til að fá þá til að af­henda vega­bréf­in svo þau gætu farið með þyrlunni til byggða og þaðan til Islama­bad til að fá fram­leng­ingu. Þeir gætu því ein­ung­is verið í 10-12 daga til viðbót­ar í fjall­inu með John Snorra. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að mat­ar­birgðirn­ar sem hóp­ur­inn hafði með sér í grunn­búðirn­ar dugðu ein­ung­is fyr­ir hóp­inn í einn mánuð en það hafði verið Mingma G. sem sá um að panta mat­ar­birgðirn­ar, þetta kem­ur fram í bréfi Tomaz sem birt er í Morg­un­blaðinu í dag.

John Snorri taldi enn ger­legt að kom­ast upp í búðir þrjú með fram­lagi sherp­anna tveggja. Eft­ir það yrðu það hann og Ser­baz sem myndu fara síðustu legg­ina og styðja hvor ann­an í klifr­inu á loka­metr­un­um sem er afar tækni­legt og snúið. Hins veg­ar hafi þetta lagst afar illa í Ser­baz sem þver­neitaði að taka þátt í því. 

John Snorri og slóvenski skurðlæknirinn Tomaz Rotar. Í Morgunblaðinu í …
John Snorri og slóvenski skurðlækn­ir­inn Tomaz Rot­ar. Í Morg­un­blaðinu í dag er birt grein þar sem Rot­ar seg­ir nauðsyn­legt að fá betri út­skýr­ing­ar á því af hverju fór sem fór á fjall­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Auðvitað verður að hafa í huga að K2 er al­ræmt fjall og talað er um að einn af hverj­um fjór­um sem reyna að kom­ast á topp­inn láti lífið á leiðinni. John Snorri seg­ir þó að aðstæðurn­ar hafi verið í fullu sam­ræmi við það sem bú­ast mátti við og jafn­vel betri. „Þarna var ég orðinn einn og þeir sem þekkja mig áttu ekki von á því að ég myndi hætta þó að ég væri orðinn einn. En þetta er eig­in­lega ekki hægt nema að þú sért með ein­hvern til að tryggja þig. Hras­ir þú þá er þetta búið.“

Ein af ástæðunum fyr­ir því að svo fór sem fór virðist vera að ekki hafi verið al­ger­lega á hreinu hver færi fyr­ir leiðangr­in­um. Mingma sem er mjög þekkt­ur í geir­an­um virðist hafa verið leiðtogi sherp­anna og þegar hann fékk efa­semd­ir lít­ur út fyr­ir hinir hafa misst móðinn. Í fyrr­nefndri færslu hjá Mingma seg­ist hann vera að skipu­leggja aðra til­raun til að toppa K2 að vetri til og að í það skiptið muni hann ein­ung­is hafa með sér nepalska klif­ur­menn. 

Náttúruöflin við K2 bregða á leik.
Nátt­úru­öfl­in við K2 bregða á leik. Ljós­mynd/​Aðsend

Í bréfi sem Tomaz hef­ur skrifað og sent á fjöl­miðla set­ur hann spurn­ing­ar­merki um hvernig leiðang­urs­menn­irn­ir fyr­ir utan hann og John Snorra hafi nálg­ast verk­efnið. Það sem helst bendi til þess að ekki hafi hug­ur fylgt máli séu vega­bréfs­árit­an­ir sherp­anna, meiðslin dul­ar­fullu sem virðast hafa horfið og mat­ar­birgðirn­ar sem ljóst var að dygðu ekki. Þetta þurfi að út­skýra þar sem kostnaður­inn af hálfu hans og Johns Snorra sé í kring­um 12 millj­ón­ir króna. John Snorri seg­ir svik í leiðöngr­um vel þekkt og hið sama kem­ur fram í bréfi Tomaz­ar. „Því miður er þetta þekkt hjá sherp­un­um og það er stór ástæða fyr­ir því að þeir eiga í vand­ræðum með að kaupa trygg­ing­ar í leiðangra. Þeir fara með fólk upp í búðir þrjú og segja svo að ekki sé hægt að fara hærra af ým­iss kon­ar ástæðum,“ seg­ir John Snorri. Fljót­leg google-leit staðfest­ir það og fjallað hef­ur verið um slík svik í The Guar­di­an, The Tel­egraph og CNN. Hann tek­ur þó skýrt fram að ekk­ert sé staðfest um svik í mál­inu, ein­fald­lega að margt sé óút­skýrt.  

John Snorri hef­ur þó ekki lagt árar í bát og hyggst reyna við fjallið að ári en leggja þá fyrr af stað og vera einn ásamt 3-4 pakistönsk­um burðarmönn­um þar sem allt ákvörðun­ar­vald verði hjá hon­um. Mingma G. hef­ur einnig til­kynnt svipaðar áætlan­ir en eft­ir þrjú ár. Það er því ljóst að kapp­hlaupið um hver muni verða fyrst­ur til að ganga á topp K2 að vetri til er hvergi nærri búið.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert