Tunnunum lokað og límt fyrir

Ruslið þarf að fara aðrar leiðir en í tunnurnar í …
Ruslið þarf að fara aðrar leiðir en í tunnurnar í miðborginni þessa dagana. mbl.is/Hallur Már

Víða er búið að loka ruslatunnum í miðbænum til að koma í veg fyrir óþrifnað nálægt þeim en þær hafa ekki verið tæmdar frá því verkfall Eflingar hófst í byrjun síðustu viku, hið minnsta. Rekstraraðilar hafa brugðið á það ráð að hylja tunnurnar með pokum og líma þá fasta. Hvert ruslið leitar í staðinn er óvíst.

Fyrr í vikunni var fjallað um að ruslið væri byrjað að flæða upp úr tunnum bæjarins og þeir sem stæðu í rekstri væru sjálfir farnir að tæma þær. Sorphirðufólk í Reykjavík sem er félagsbundið í Eflingu er í ótímabundnu verkfalli og tunnurnar verða ekki tæmdar fyrr en kjaradeila borgarinnar og Eflingar leysist.

Mikið rusl fellur til í veitingarekstri og við Hlemm eru …
Mikið rusl fellur til í veitingarekstri og við Hlemm eru nokkrar tunnur sem búið er að loka. mbl.is/Hallur Már
mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka