Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir boða til blaðamannafundar og hefst fundurinn klukkan 16. Blaðamaður mbl.is fer á fundinn og segir frá því sem kemur fram hér að neðan.
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi fyrr í dag, en íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri er nú í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt.
Á blaðamannafundinum munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra sitja fyrir svörum ásamt Ölmu D. Möller landlækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala.
Hér að neðan verða allar uppfærslur af því sem fram kemur á blaðamannafundinum — auk þess sem öll önnur nýjustu tíðindi frá blaðamönnum mbl.is streyma inn.