„Börn verða mjög kvíðin við svona aðstæður,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir.
Alda neikvæðra frétta hefur dunið á íslensku þjóðinni að undanförnu. Nægir þar að nefna kórónuveiruna, óveður, verkföll, loðnubrest, snjóflóð, jarðskjálfta og hættu á eldgosum.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Óttar segir að geðlæknar sjái merki um aukinn kvíða í samfélaginu af þessum sökum og á sama tíma þurfi í auknum mæli að gefa fólki róandi lyf.